WooCommerce viðbót Straums

Leiðbeiningar fyrir uppsetningu á WooCommerce viðbót (e.plugin)

1. Undirbúningur

Til að hefja uppsetningu þarftu að vera með:
  • Þú þarft virka WooCommerce vefverslun á WordPress.
  • Náðu í API-lykil og auðkenni útstöðvar (e. Terminal Identifier) á þjónustuvef Straums. (sjá kafla 4. - 6.)
  • Ef þú vilt bjóða uppá áskriftir, búðu til sérstakan Payment Gateway Terminal Identifier fyrir „subscription terminal“. (Sjá neðst.)

↓ (sjá leiðbeiningar hvar þú nærð í API lykil og Terminal Identifier neðar á síðunni.)

2. Setja upp WooCommerce viðbótina

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að setja upp viðbótina:
  1. Þú ferð í WordPress stjórnborð → Plugins → Add New.
  2. Leitar að Straumur Payments for WooCommerce og smellir á Install Now, síðan Activate.
  3. Opna í WooCommerce → Settings → Payments, finnur „Straumur Payments“ og smellir á Manage.

3. Settu stillingar fyrir viðbótina

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að setja upp viðbótina:

Enable / disable

  • Haka við til að virkja viðbótina.

Test mode

  • Slepptu þessum lið. Ekki haka við testmode.

Title

  • Nafn verslunar.
  • (Þetta er nafnið sem viðskiptavinir þínir sjá. Verður að vera einfalt og lýsandi.)

Description

  • Ekki breyta neinu hér.
  • Upplýsingar um hvernig Straumur framkvæmir greiðsluna á öruggan hátt. 

Theme key

  • Ef þú vilt sérsníða útlitið á greiðslusíðunni.

Authorize Only (manual capture)

  • Haka við ef þú vilt staðfesta greiðslu handvirkt áður en pöntun er afgreidd.

Mark Order as Completed

  • Pöntun lokast sjálfkrafa við greiðslu.

Send cart items

  • Hakaðu við ef þú vilt sýna körfuna á greiðslusíðunni.

Checkout Expiry (hours)

  • Stilltu hversu lengi greiðsluferlið á að vera virkt.

Abandon URL

  • Vefslóð sem þú vilt vísa kaupanda á ef hann hættir við kaup eða yfirgefur greiðslusíðuna (valfrjálst).

Custom Success URL

  • Vefslóð sem kaupandi fer á eftir að greiðsla hefur gengið í gegn.
  • Ef þú skilur eftir autt fer þetta á staðlaða þakkarsíðu WooCommerse.

Payment Page Terminal Identifier

  • Þetta færðu á þjónustuvef Straums undir útstöðvar.
  • Sjá leiðbeiningar neðar.

Payment Gateway Terminal Identifier

  • Einungis notað ef boðið er uppá áskriftir – annars skildu þetta eftir autt.
  • Sjá leiðbeiningar fyrir áskriftargreiðslur neðst.

API Key

  • Stofnaðu/afritaðu lykil frá þjónustuvef Straums.
  • Sjá leiðbeiningar neðar.

HMAC Key

  • Til að setja Webhook – þú stofnar HMAC lykilinn á þjónustuvef Straums.

Webhook URL

  • Notað til að skrá webhook (vefkrók) frá greiðslusíðu Straums. Webhook sendir tilkynningar um pantanir eftir að greiðsla hefur gengið í gegn.
  • Passaðu að hafa webhook URL-ið sem þú finnur í WooCommerce stillingum sem vefslóð fyrir Webhook þegar þú stofnar hann.

Þegar þú hefur fyllt inn stillingar, smelltu á Save Changes til að vista.

4. Hvernig næ ég í API lykil

Á Þjónustuvef Straums finnur þú API-lykil undir Aðgangur → API lyklar.

  • Skráðu þig inn á þjónustuvef Straums
  • Farðu í Aðgangur → API lyklar Smelltu á “Stofna nýjan lykil”. 
  • Þá ætti að opnast gluggi til að stofna nýjan lykil.
  • Skráðu nafn lykils t.d. WooCommerce lykill
  • Veldu þá samninga sem eiga vera tengdir þessum lykli. 
  • Einnig er hægt að haka í ”Allir samningar skráðir” og þá er hann tengdur öllum samningum.
  • Þegar búið er að stofna lykilinn þá er hægt að afrita hann með því að smella á táknið við hliðina á lyklinum.
  • Setja lykilinn inn í þar til gerðan reit í WooCommerce viðbótinni.

5. Hvernig næ ég í einkenni útstöðvar (e.Terminal Identifier)

Finndu og afritaðu Terminal Identifier sem þú finnur undir Útstöðvar. (ATH. Ekki terminal ID eða number)

  • Skráðu þig inn á þjónustuvef Straums.
  • Farðu í Aðalvalmynd → Útstöðvar 
  • Finndu þá útstöð sem er með WooCommerce sem Ecom lausn. 
  • Ef það eru margar þá þarfu að finna þá útstöð sem er tengd þeim samningi sem á að nota fyrir WooCommerce verslunina.
  • Smelltu á útstöðina.
  • Auðkenni ústöðvar er þá að finna í glugganum hægra megin.
  • Afritaðu það gildi og settu í þar til gerðan reit í WooCommerce viðbótinni.

6. Hvernig bý ég til Webhook?

Búðu til Webhook í Straumi undir Aðgangur → Webhooks, afritaðu HMAC-lykilinn og límdu inn.

  • Skráðu þig inn á þjónustuvef Straums.
  • Farðu í Aðgangur → Webhooks
  • Smelltu á “Stofna nýjan webhook”. 
  • Þá opnast gluggi til að stofna nýjan webhook
  • Hakaðu við tegund atburðar.

ATH! Passa þarf að setja Webhook URL-ið í vefslóðina

  • Webhook URL færðu í WooCommerce stillingunum á sama stað og API og auðkenni ústöðva (Terminal Identifier).

Greiðsluferlið

  1. Viðskiptavinur velur Straumur sem greiðslumáta og bætir við korti eða velur áskrift.
  2. Pöntun fær stöðu Processing (ef hakað er við sjálfkrafa greiðslu (e. Mark Order as Completed) eða On-Hold (ef þú hefur valið handvirka greiðslu (e. Manual Capture)).
  3. Straumur sendir webhook þegar greiðsla er staðfest, afbókun verður eða endurgreiðsla – WooCommerce uppfærir pöntun sjálfkrafa.
  4. Ef kaupandi hættir á meðan greiðsluferli stendur, losnar vara aftur eftir „Checkout Expiry“ tímann.

WooCommerce áskriftir 

WooCommerce plugin Straums er hægt að nota með áskriftarhluta WooCommerce.  Til að virkja það þarf að að vera búið að setja upp viðbótina samkvæmt leiðbeiningunum hér að ofan auk þess að bæta við auðkenni útstöðvar fyrir greiðslugátt. 

Hvernig næ ég í auðkenni útstöðvar fyrir greiðslugátt? 

  • Skráðu þig inn á þjónustuvef Straums (https://thjonustuvefur.straumur.is
  • Farðu í Aðgangur → Útstöðvar 
  • Finndu þá útstöð sem er með Payment Gateway sem Ecom lausn.  Ef það eru margar þá þarfu að finna þá útstöð sem er tengd þeim samningi sem á að nota fyrir WooCommerce búðina. 
  • Smelltu á útstöðina. 
  • Auðkenni ústöðvar er þá að finna í glugganum hægra megin. 
  • Afrita það gildi og setja í þar til gerðan reit í WooCommerce viðbótinni. 

Samantekt

  1. Hlaða niður og virkja plugin.
  2. Afrita inn API‑lykla og útstöðulykla (e.Terminal Identifier)
  3. Skipta yfir í test-mode og prófa greiðslur.
  4. Skipta í production‑mode: breyta lyklum, vista.
  5. Prófa eina raunverulega greiðslu.
  6. Setja upp webhook og tryggja sjálfvirkar stöðufærslur.

Ef einhverjar spurningar eða vandamál koma upp, ekki hika við að hafa samband við okkur á straumur@straumur.is eða í síma 585 6600

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16