Veflausnir

Taktu á móti greiðslum á netinu með þeim hætti sem hentar þínum rekstri

Greiðslusíða

Einföld og örugg leið til að taka á móti greiðslum á netinu

Með greiðslusíðu Straums ganga viðskiptavinir örugglega frá greiðslum og snúa svo aftur í vefverslunina þína með kvittun fyrir kaupunum. Þú getur auðveldlega sérsniðið síðuna með þínum litum og merki.

Greiðslusíða Straums býður upp á tengingar við helstu vefverslunarkerfi eins og Shopify, WooCommerce og Magento sem gerir uppsetningarferlið einstaklega auðvelt. Greiðslusíða Straums styður við kortagreiðslur, Apple Pay og Google Pay. 

Svona virkar Greiðslusíðan:

1

Viðskiptavinur verslar í vefversluninni þinni og smellir á borga

2

Viðskiptavinur færist á greiðslusíðu Straums og gengur frá kaupunum

3

Viðskiptavinur fær senda kvittun og flyst yfir á þína síðu

Greiðslugátt

Sérsniðin lausn fyrir stærri vefverslanir og kerfi

Greiðslugátt Straums má forrita beint inn í þín kerfi eða tengja við WooCommerce og Magento. Hún styður vefverslanir, öpp og áskriftargreiðslur.

Lausnin styður hlutaheimild sem gerir vefverslunum kleift að taka frá heimild fyrir pöntun en sækir svo heimild fyrir endanlegri upphæð síðar. Þetta fækkar endurgreiðslum og lækkar þar með kostnað og bætir upplifun viðskiptavina. Auk þess uppfyllir greiðslugáttin Evrópskar kröfur um öryggi færslna (3D Secure).

Svona virkar Greiðslugáttin:

1

Forritaðu þína eigin greiðslulausn eftir þínu höfði, samkvæmt þínu vörkumerki

2

Viðskiptavinur fer í gegnum allt kaupferlið innan þinnar vefverslunar

3

Styður hefðbundnar greiðslur, endurteknar greiðslur og hlutaheimild

Greiðslu­tengl­ar

Hagkvæm og sniðug lausn til að taka á móti greiðslum á netinu

Greiðslutenglar henta vel fyrir einfalt vöruframboð eða þegar þú vilt sérsníða vörukörfu fyrir viðskiptavini. Þeir eru frábær lausn ef þú ert ekki með vefverslun eða posa.

Greiðslurtenglar eru hlekkir á örugga greiðslusíðu Straums sem þú sendir beint á viðskiptavini þína. Greiðslutengillinn inniheldur verð og aðrar upplýsingar sem þú vilt að fylgi og stillir á einfaldan hátt á þjónustuvef Straums. Tenglarnir geta verið ein- eða margnota, innihaldið afslátt, gilt fyrir ákveðinn fjölda eða innan ákveðins tíma - allt eftir þínu höfði!

Svona virka Greiðslutenglar:

1

Þú stillir verð, vöruupplýsingar, afslátt og fleira á Þjónustuvef Straums

2

Sendir hlekkinn á viðskiptavin með þeim hætti sem hentar (sms, tölvupósti eða QR kóða t.d.)

3

Viðskiptavinur gengur frá kaupum á öruggri greiðslusíðu Straums

Áskriftargreiðslur

Boðgreiðslur, áskriftir og sjálfvirkar greiðslur

Endurteknar greiðslur henta fyrirtækjum sem bjóða uppá áskriftir eða reglulegar greiðslur. Kortaupplýsingar eru vistaðar á öruggan hátt með tokeni, svo viðskiptavinir geti greitt aftur án þess að slá inn kortaupplýsingar.

Greiðsluupplýsingar eru vistaðar á öruggan hátt með svokölluðu tokeni og viðskiptavinurinn greiðir aftur án þess að slá inn kortaupplýsingar. Þessi lausn hentar vel fyrir áskriftarþjónustur, reglulegar greiðslur fyrir þjónustu og sjálfvirkar greiðslur.

Svona virka Áskriftargreiðslur:

1

Greiðsluupplýsingar viðskiptavinar eru vistaðar sem sýndarnúmer (e. tokenization)

2

Viðskiptavinur greiðir með sama greiðslumáta aftur, án þess að slá inn kortaupplýsingar

3

Innheimta fer sjálfkrafa fram samkvæmt skilgreindri greiðsluáætlun

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16