Mannauðs­stefna

INNGANGUR

Straumur leggur áherslu á að skipa hæfu, framsæknu og árangursdrifnu starfsfólki með faglegan metnað og sé ávallt í fremsta flokki á sínu sviði.

Gildi Straums eru langtímahugsun, hugrekki og einfaldleiki. Lögð er áhersla á að tryggja fagmennsku í öllu því sem að við tökum okkur fyrir hendur og að allar ákvarðanir taki mið af þessum gildum.

Mannauðsstefna þessi tryggir sameiginlega sýn á lykiláherslur og hvað Straumur stendur fyrir sem vinnustaður.

Aðgerðaáætlun sem tryggir framkvæmd stefnunnar skal endurskoðuð árlega.

STARFSUMHVERFI OG SAMSTARF

Vinnuumhverfi Straums einkennist af sveigjanleika, góðri stjórnun, samvinnu og liðsheild, sem og frumkvæði starfsfólks, jöfnum tækifærum, trausti og heilsusamlegu og jákvæðu umhverfi.

Straumur er árangursdrifið og metnaðarfullt fyrirtæki þar sem starfsfólk virðir og styður hvort annað og leggur sitt af mörkum við að skapa framúrskarandi starfsanda.

Sameiginleg markmið og ábyrgð eru mikilvægir þættir til starfshvatningar, aukins árangurs og ánægju í starfi. Áhersla er lögð á gott samstarf milli deilda og skapandi umræðu um verkefni og vinnustaðinn. Allir bera ábyrgð á sínum verkefnum og að tryggja gæði þeirra og áreiðanleika. Öll verkefni sem við vinnum eru mikilvæg og samskipti og framkoma starfsmanna einkennist af heiðarleika, virðingu og trausti.

Starfsmenn eru bundnir trúnaði um allt það sem þeir komast að við framkvæmd starfa sinna nema um sé að ræða atriði sem eðli máls samkvæmt er ætlað að komast til vitundar þriðja manns. Trúnaður þessi er óbreyttur eftir starfslok.

HÆFNI, STARFSFERILL OG RÁÐNINGAR

Við ráðum hæft fólk til starfa og gætum jafnræðis við ráðningar. Við beitum faglegri nálgun við ráðningar sem auðveldar að laða að einstaklinga með þá menntun og hæfni sem störf krefjast og eflir þann hóp sem fyrir er á hverjum tíma.

Skýr starfslýsing og vel skilgreindar hæfniskröfur eru grundvöllur ráðninga til félagsins. Faglegt ráðningarferli miðar að því að velja einstaklinga sem efla þann hóp sem fyrir er á hverjum tíma.

Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og stuðlum að því að nýir starfsmenn verði sem fyrst virkir þátttakendur í starfseminni. Áhersla er lögð á að byggja upp góða þekkingu á innviðum félagsins og þeim verkefnum sem tilheyra viðkomandi starfi

Lögð er áhersla á að starfsfólk beri ábyrgð á að viðhalda hæfni sinni og þróun í starfi og fái til þess skýran stuðning stjórnenda.

Við nýtum nýja þekkingu í störfum okkar og tryggjum þannig að tilsettur árangur verði af þeirri þjálfun og fræðslu sem fjárfest er í.

Þegar starfslok nálgast vegna aldurs leitast Straumur við að finna farsælar lausnir báðum aðilum til hagsbóta.

STJÓRNUN

Framtíðarsýn og markmið Straums eru skýr og starfsfólk veit til hvers er ætlast af þeim.

Stjórnendur veita starfsfólki endurgjöf og ræða við þá um hlutverk, árangur og markmið í starfi.  Stjórnendur tryggja með markvissri upplýsingagjöf að starfsfólk viti hvaða áherslur eru lagðar og hvaða áhrif það hefur á störf þeirra.

Hjá Straumi er lögð áhersla á góða upplýsingamiðlun sem er til þess fallin að bæta frammistöðu skipulagsheildarinnar og einstaklinga innan hennar og er grundvöllur ákvarðanatöku. Hlutverk og ábyrgð stjórnenda í upplýsingamiðlun innan félagsins er skýrt og starfsmenn eru virkir í að miðla þekkingu til samstarfsfélaga.

Stjórnendur eru ábyrgir fyrir því að innleiða og fylgja stefnu félagsins á hverjum tíma. Sú krafa er gerð til stjórnenda Straums að þeir búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum og þekkingu á því hvað hvetur fólk áfram. Stjórnendur hafa góðan skilning á rekstri félagsins og stjórnunarleg ábyrgð þeirra er skýr. Stjórnendur eru aðgengilegir og hægt er að stóla á að tekið sé á málum fljótt og vel og að ákvörðunum sé framfylgt.

 

Mannauðsstefnan var samþykkt af stjórn Straums í janúar 2023

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16