Leiðbeiningar og reglur

Skil­málar um vöru­skil og af­bókanir á netinu

Sér­­stak­ar reg­lur korta­­félag­­anna um birt­ingu skil­­mála á net­inu um af­­bók­anir og vöru­­skil

Kortafélögin setja skýrar reglur um framsetningu skilmála á vöruskilum og afbókunum vegna kaupa á vörum og þjónustu á netinu. Upplýsingar um vöruskil og afbókanir verða að vera settar fram með áberandi hætti.

 

Söluaðilar þurfa að ganga úr skugga um að neðangreind atriði sé í lagi:  
  • Vöruskila- eða afbókunarskilmálar þurfa að vera sýnilegir korthöfum á heimasíðu söluaðila í bókunar- eða kaupferlinu áður en kaup eða bókun á vörum eða þjónustu er staðfest (má ekki vísa í slóð yfir á aðra vefsíðu né birta skilmála í sprettiglugga). Sýnileiki er ekki talinn fullnægjandi ef skilmálar eru staðsettir neðarlega á heimasíðu þannig að kaupandi gæti lokið viðskiptum án þess að hafa orðið þeirra var
  • Skilmálar sem gilda um afbókun eða vöruskil þurfa að birtast í bókunarglugganum sjálfum (ófullnægjandi er að vísa einungis til þess að lesa þurfi skilmála sem opnast í nýjum glugga eða í flettilista) 
  • Korthafi þarf að staðfesta það að hafa lesið skilmálana sem gilda um kaup ásamt afbókunarskilmálum og samþykkt þá með beinni yfirlýsingu eða haki 
  • Nauðsynlegt er að skilmálar um vöruskil og afbókanir vegna netviðskipta séu sendir í staðfestingarpósti eða komi fram á kvittun/reikningi til korthafa 
  • Skilareglur, endurgreiðslureglur og/eða afbókunarreglur þurfa að vera sýnilegar bæði á íslensku og ensku áður en viðskipti fara fram (gildir bæði þegar sala á sér stað þar sem greiðslukort er á staðnum og þegar sala fer fram þar sem greiðslukorti er ekki framvísað s.s. netviðskipti) 
  • Þegar viðskipti fara fram með framvísun greiðslukorts á starfsstöð söluaðila þarf söluaðili að ganga úr skugga um að korthafi hafi undirritað eða sett stafina sína hjá afbókunarskilmálum söluaðila áður en viðskipti eru framkvæmd 

Endurkröfuréttur kann að vera fyrir hendi ef söluaðili hefur ekki gert korthafa fulla grein fyrir skilareglum, endurgreiðslureglum og/eða afbókunarreglum söluaðila. Hægt er að nálgast leiðbeiningar vegna endurkröfumála í 6. gr. Sérstakra skilmála og leiðbeininga í Viðskiptaskilmálum Straums

Ofangreind atriði eru unnin eftir reglum kortafélaganna og geta tekið breytingum. 

Here you can read about cancelation of service and good return in english.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16