Leiðbeiningar og reglur

Straumur flytur færsluhirðingu til Adyen

Spennandi nýjungar framundan í greiðsluþjónustu Straums

Straumur vinnur nú að því að tengjast Adyen sem nýjum færsluhirði. Adyen er alþjóðlegt fjármálafyrirtæki og sér meðal annars um greiðslur fyrir H&M, Spotify, Uber, Electrolux og Microsoft. Adyen, sem stofnað var í Hollandi árið 2006, er eitt fremsta fjártæknifyrirtæki heims á sviði stafrænna greiðslna, gagnastjórnunar og fjármálasamþættingar. Samstarf Straums við Adyen á sviði færlsuhirðingar og fjártækni er mikilvægur þáttur í að efla greiðsluþjónustu og bjóða söluaðilum uppá framúrskarandi greiðslulausnir.

Tímalína fyrir flutninga til Adyen fyrir veflausnir er haust 2024. Ef þú hefur áhuga á að tengjast nýrri greiðslusíðu eða greiðslugátt Straums þá bendum við þér á að senda okkur póst á straumur@straumur.is.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16