Greiðslutenglar (e. Pay by Link)

Leiðbeiningar hvernig stofna á greiðslutengil á þjónstuvef Straums

Greiðslutenglar eru aðgengilegir á þjónustuvef Straums undir valmyndinni Veflausnir → Greiðslutenglar

Söluaðilar Straums þurfa að vera með vefsamning til þess að stofna nýja greiðslutengla. Hægt er að hafa samband við okkur á straumur@straumur.is til að virkja þinn aðgang.

1. Stofna greiðslutengil

Undir valmyndinni á þjónustuvefnum velur þú Veflausnir og Greiðslutenglar. Ef smellt er á „stofna greiðslutengil“ færðu upp meðfylgjandi valmynd:


2. Stillingar

Undir „Stillingar“ tengir þú m.a. samningsnúmer, velur hvaða þema þú vilt hafa á tenglinum, velur tungumál, lýsingu og gildistíma.

  • Greiðslusíða“ gefur þér upp samningsnúmer sem er í boði til að stofna greiðslutengla 
  • Þema greiðslusíðu“ býður upp á að velja þemu sem birtast í greiðsluferlinu.
  • (Sjá nánar um þemu neðar í leiðbeiningum.)
  • Lýsing greiðslutengils” er lýsing sem þú vilt hafa fyrir greiðslutengilinn sem birtist aðeins fyrir þig.  
  • Fara á þessa slóð eftir greiðslu“ býður söluaðilum upp á að setja inn slóð sem viðskiptavinir eru sendir á eftir að greiðsla hefur átt sér stað.
  • (Þetta á aðeins við ef greiðslutengill er tengd greiðslusíðu.)
  • Sjálfgefið tungumál“ er það tungumál sem greiðslutengill birtist á.
  • Á „Hefur ákveðinn líftíma“ svæðinu getur þú stillt hvort greiðslutengill á að vera með ákveðinn líftíma eða ef hann á ekki að renna út fyrir ákveðinn tíma.

3. Upplýsingar korthafa

Hér getur þú stillt hvaða upplýsingar þú vilt að fylgi kaupunum frá kaupanda.

  • Stilla þarf hvaða upplýsingar þú óskar eftir. Hægt er að hafa upplýsingar:
  1. Falið – birtist ekki
  2. Valkvætt – ekki skilyrði að fylla út
  3. Skilyrði – þarf að fylla út

4. Sölur

Undir „Sölur“ getur þú stillt hversu margar sölur sem hægt er að gera með greiðslutenglinum

  1. Stök sala
  2. Ótakmarkaðar sölur
  3. Takmarkaðar sölur – hér er sett hámarksfjöldi sala sem leyfileg er með tenglinum

4. Vörur

Undir „Vörur“ getur þú fyllt út upplýsingar fyrir vöruna:

  1. Lýsing - sölulýsingu sem birtist kaupanda
  2. Magn - hversu mörg eintök eru innifalin í kaupunum
  3. Einingaverð - Verð vöru
  4. Upphæð án afsláttar – verð vöru með afslætti
  5. Upphæð - Heildarupphæð sölu birtist sjálfkrafa

5. Búa til tengil

Þegar búið er að fylla inn allar upplýsingar fyrir greiðslutengilinn smellir þú á „Búa til tengil

  • Stofnaðir greiðslutenglar birtast nú í dálknum „Greiðslutenglar“ 
  • Ef smellt er á táknið fyrir aftan greiðslutengilinn þá afritast hann og hægt að að senda tengilinn á viðskiptavini.  
  • Undir „sölur“ er listi yfir greidda greiðslutengla ásamt, stöðu, kortanúmeri og þeim upplýsingum sem voru skilyrði í greiðslutenglinum sjálfum.  

6. Búa til þema

  • Undir „Veflausnir“ er hægt að stilla „þema“ fyrir greiðslusíðuna sem birtist kaupanda. Þar getur þú sett inn nafn sem þú vilt að birtist, lógó og valið þemalit.

Ef þú ert með spurningar sendu okkur tölvupóst á straumur@straumur.is

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16