Fréttir /

Söludrifinn viðskiptastjóri óskast

29.01.2026

Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til að taka að sér lykilhlutverk í söludeild með áherslu á sölu, viðskiptastjórnun og þátttöku í þróun vöru og viðskipta.

Um er að ræða fullt starfshlutfall þar sem viðkomandi mun vinna með viðskiptavinum, byggja upp og styrkja viðskiptasambönd og leggja drifkraft í mótun viðskiptastefnu fyrirtækisins.

Hjá Straumi starfar þétt og metnaðarfullt teymi sem vinnur náið saman, deilir þekkingu og leggur áherslu á traust, fagmennsku og gott samstarf.

Þekking á greiðslumiðlun, posa- og vefgreiðslulausnum er mikill kostur.

Sótt er um starfið hér.

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2026. Nánari upplýsingar veitir Lilja Ólafsdóttir, Framkvæmdastjóri Straums, lilja.olafsdottir@straumur.is.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16