Fréttir /

Tökum afstöðu gegn stafrænu kynbundnu ofbeldi

19.11.2025

Straumur, í samstarfi við Adyen og UN Women á Íslandi, býður söluaðilum sínum að taka þátt í alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi þar sem allt fjármagn rennur til verkefna UN Women á Íslandi sem stuðla að því að uppræta stafrænt kynbundið ofbeldi.

Átakið er hluti af 16 daga vitundarvakningu UN Women á Íslandi og fer fram 25. nóvember til 10. desember. Á þessum tíma geta viðskiptavinir styrkt UN Women á Íslandi við lok kaupa í posa. Straumur og Adyen tvöfalda síðan áhrif gjafarinnar með því að leggja jafnhátt mótframlag við hverja krónu sem safnast.


Skráðu þitt fyrirtæki hér

Upplýsingar um átakið:

  • Átakið stendur frá 25. nóvember – 10. desember.
  • Viðskiptavinir geta valið að styrkja UN Women á Íslandi um 500, 1.000 eða 1.500 krónur eða valið Ekki núna.
  • Flæðið í posanum er einfalt og lengir ekki afgreiðslu.
  • Straumur og Adyen tvöfalda áhrif gjafarinnar með mótframlagi.
  • Allar upphæðir renna óskipt til UN Women á Íslandi.
  • Efni til að segja frá átakinu verður sent á söluaðila sem taka þátt.

Svona birtist þetta á posanum

  • Þegar posinn er ekki í notkun birtist mynd á skjánum sem kynnir átakið.
  • Eftir að greitt hefur verið birtist styrktarskjárinn.
  • Þar getur viðskiptavinur valið að styrkja UN Women á Íslandi um 500, 1.000 eða 1.500 kr.
  • Ef viðskiptavinur velur að styrkja þarf hann aðeins að tappa eða swipe-a kortinu einu sinni. Gjöfin er aðskilin frá aðalgreiðslunni og birtist sem sérstök færsla á bankayfirliti viðskiptavinarins.
  • Engin gjöld eru tekin af styrknum.

Nánar um átakið

Kynbundið ofbeldi er enn eitt útbreiddasta mannréttindabrot heims. Tækniframfarir hafa skapað ný rými þar sem ofbeldi og áreitni þrífst án eftirlits. Stafrænt kynbundið ofbeldi hefur alvarleg áhrif á heilsu, öryggi og líðan þeirra sem fyrir verða og dregur úr möguleikum kvenna til þátttöku í opinberu lífi. UN Women á Íslandi leiðir þessa vitundarvakningu og hvetur fyrirtæki til að taka þátt í sameiginlegri baráttu til að uppræta stafrænt kynbundið ofbeldi á landsvísu.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16