
Straumur, í samstarfi við Adyen og UN Women á Íslandi, býður söluaðilum sínum að taka þátt í alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi þar sem allt fjármagn rennur til verkefna UN Women á Íslandi sem stuðla að því að uppræta stafrænt kynbundið ofbeldi.
Átakið er hluti af 16 daga vitundarvakningu UN Women á Íslandi og fer fram 25. nóvember til 10. desember. Á þessum tíma geta viðskiptavinir styrkt UN Women á Íslandi við lok kaupa í posa. Straumur og Adyen tvöfalda síðan áhrif gjafarinnar með því að leggja jafnhátt mótframlag við hverja krónu sem safnast.

Kynbundið ofbeldi er enn eitt útbreiddasta mannréttindabrot heims. Tækniframfarir hafa skapað ný rými þar sem ofbeldi og áreitni þrífst án eftirlits. Stafrænt kynbundið ofbeldi hefur alvarleg áhrif á heilsu, öryggi og líðan þeirra sem fyrir verða og dregur úr möguleikum kvenna til þátttöku í opinberu lífi. UN Women á Íslandi leiðir þessa vitundarvakningu og hvetur fyrirtæki til að taka þátt í sameiginlegri baráttu til að uppræta stafrænt kynbundið ofbeldi á landsvísu.
Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16