Uppfærslan í Straums posanum er einföld og krefst einskis af söluaðilum nema samþykkis til þátttöku, og vera í viðskiptum við Straum með Straums posa. Við hvetjum sem flesta söluaðila til að taka þátt og sýna samstöðu með börnum sem þurfa á okkur að halda. Straumur og Adyen tvöfalda síðan áhrif gjafarinnar með því að leggja jafnhátt mótframlag við hverja krónu. Engin gjöld eru dregin af – öll upphæðin rennur óskipt til UNICEF á Íslandi til styrktar börnum á Gaza.
Hörmungar barna á Gaza halda áfram. UNICEF Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa lýst yfir hungursneyð í Gaza-borg og gert er ráð fyrir að hún breiðist út á næstu vikum. Vannæring meðal barna eykst með skelfilegum hraða – í júlí voru yfir 12.000 börn greind með bráðavannæringu, sexföld aukning frá áramótum. Næstum fjórðungur þeirra glímir við alvarlegustu tegund vannæringar, sem getur haft bæði skammtíma- og langtímaafleiðingar.
UNICEF vinnur dag og nótt að því að veita börnum neyðaraðstoð: mat, hreint vatn, læknishjálp og sálrænan stuðning. Þeirra aðgangur er þó mjög takmarkaður og stuðningur frá almenningi og fyrirtækjum skiptir sköpum til að hægt sé að bregðast hratt við þegar færi gefst.
Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16