Straumur er nú á lokasprettinum með að færa greiðslulausnir sínar frá Rapyd yfir til Adyen, alþjóðlegs færsluhirðis sem er leiðandi á sínu sviði í Evrópu, en meðal fyrirtækja sem nýta sér lausnir Adyen eru Spotify, Microsoft og H&M.
Samstarf Straums við Adyen var tilkynnt í byrjun árs 2024. Með því að flytja allar tengingar greiðslukerfa til Adyen tekur Straumur mikilvægt skref í að styrkja þjónustu sína við viðskiptavini og skapa traustari grunn fyrir framtíðina.
Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Straums:
„Með þessari uppfærslu fá söluaðilar aðgang að nútímalegri tæknilausn. Markmið okkar er að bjóða upp á öruggari og skilvirkari greiðslulausnir sem styðja söluaðila í að skapa betri upplifun fyrir sína viðskiptavini. Við hlökkum til að vinna áfram með viðskiptavinum okkar að því að byggja upp greiðslulausnir framtíðarinnar.“
Söluaðilar Straums, sem enn nýta lausnir í gegnum Rapyd, þurfa að uppfæra yfir í nýju lausnirnar fyrir 1. nóvember 2025, þar sem stuðningi Straums við lausnir Rapyd verður hætt frá og með þeim degi.
💡 Sjá algengar spurningar spurningar um uppfærsluna hér
Straumur vinnur náið með þjónustuaðilum að yfirfærslunni og hvetur söluaðila til að hafa samband við sinn þjónustuaðila eða þjónustuteymi Straums til að tryggja að ferlið gangi hnökralaust fyrir sig.
Ef þú hefur spurningar eða þarft aðstoð, ekki hika við að hafa samband:
Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs með nýrri og öflugri greiðslulausn.
Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16