Fréttir /

Straumur hlýtur PCI vottun sem tryggir örugg viðskipti

15.04.2024

Straumur hlaut á dögunum PCI DSS vottun (Payment Card Industry Data Security Standard). Vottunin er veitt fyrirtækjum sem viðhalda ströngustu stöðlum um öryggi og gagnavernd fyrir söluaðila og viðskiptavini þeirra.

PCI vottun er nauðsynleg fyrir þau fyrirtæki sem meðhöndla greiðslukortaupplýsingar, þar sem hún tryggir að viðkvæm gögn séu unnin, geymd og send á öruggan hátt. Með því að uppfylla strangar kröfur sem PCI öryggisstaðlaráðið hefur sett fram, stöndum við vörð um öryggi og traust í öllum þáttum starfsemi okkar

Innleitt hefur verið öflugt tæknilegt eftirlit og verklagsreglur til að koma í veg fyrir óviðkomandi aðgang að gögnum korthafa, viðhalda öruggum kóðunaraðferðum og vernda gegn spilliforritum og öðrum öryggisógnum. Að auki höfum við komið á ströngum stefnum og samskiptareglum til að tryggja öruggt umhverfi fyrir öll viðskipti.

Með því að fá PCI vottun geta viðskiptavinir okkar verið vissir um að greiðsluupplýsingar þeirra séu í öruggum höndum.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16