
Við viljum upplýsa söluaðila um breytingar á farsímanetum sem eru í tengslum við að slökkt er á 2G og 3G um land allt. Búnaður sem byggir eingöngu á þessari eldri tækni mun því hætta að virka þegar kerfin eru tekin úr notkun.
Posar frá Straumi nota hins vegar 4G-tengingu og styðja nútímalegar fjarskiptalausnir.
Söluaðilar geta því verið fullvissir um að posar Straums haldi áfram að virka áreiðanlega og örugglega og eru tilbúnir fyrir áframhaldandi tæknibreytingar í fjarskiptum.
Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16