Fréttir /

Greiðslan hoppar á milli posa! Nýtt frá Straumi

16.10.2025

Ímyndaðu þér að starfsmaðurinn slái inn upphæð í sínum posa… og greiðslan birtist sjálfkrafa í posa viðskiptavinarins hinum megin í rýminu. Engin hlaup, engin milliskref – bara senda upphæð til greiðslu og málið klárt.

Straumur hefur þróað nýtt app sem gerir nákvæmlega þetta. Lausnin hentar sérstaklega í verslunum og á veitingastöðum þar sem sá sem tekur pöntunina og sá sem afhendir posann eru ekki á sama stað.

Hvað þýðir þetta fyrir söluaðila?

  • Hraðari þjónusta
  • Minni handavinna
  • Betri upplifun fyrir viðskiptavin
  • Meiri sveigjanleiki í notkun posa

Tveir posar, ein greiðsla – einfaldara verður það ekki.

Þetta er hluti af áframhaldandi þróun okkar hjá Straumi til að gera greiðslur nútímalegri, snjallari og aðeins skemmtilegri. Ef þú vilt nýta þér þetta hafðu samband við okkur á straumur@straumur.is

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16