
(english below)
Tæknileg mistök áttu sér stað í greiðsluvinnslu okkar í tengslum við kortagreiðslur í netverslunum dagana 4.–11. desember.
Í kjölfar breytinga sem gerðar voru í greiðslukerfum Straums þann 4. desember náðu gjaldfærslur í afmörkuðum tilvikum ekki að fara í lokavinnslu. Heimild var tekin á kort við kaup, en gjaldfærsla fór ekki fram á réttum tíma.
Þær færslur sem urðu fyrir áhrifum voru því gjaldfærðar síðar, nú í janúar, en hefðu að sjálfsögðu átt að vera gjaldfærðar við kaup í desember.
Við biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið. Áréttað er að um var að ræða tæknileg mistök hjá Straumi, ekki í vefverslun söluaðila.
Hafir þú spurningar varðandi þessa gjaldfærslu er þér velkomið að hafa samband við þjónustuver Straums.
----
We at Straumur would like to inform you of a technical issue that occurred in our payment processing systems in connection with online card payments between December 4 and December 11.
Following changes implemented in Straumur’s payment systems on December 4, card charges in a limited number of cases did not complete final settlement. Card authorization was obtained at the time of purchase; however, the charge itself was not captured at the correct time.
The transactions affected were therefore charged later, in January, although they should of course have been charged at the time of purchase in December.
We sincerely apologize for any inconvenience this may have caused. Please note that this was a technical issue on the part of Straumur.
If you have any questions regarding this charge, you are welcome to contact Straumur’s customer service.
Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16