Fréttir /

Fram­kvæmda­stjóri nýs dóttur­félags Kviku

19.10.2022

Sigurlaug Lilja Ólafsdóttir mun leiða nýstofnað dótturfélag Kviku á sviði greiðslumiðlunar. Markmið félagsins er bjóða fyrirtækjum upp á áhugaverðar lausnir og auka samkeppni í greiðslumiðlun og annarri fjármálaþjónustu. Lilja hefur víðtæka reynslu úr fjármálageiranum, nú síðast starfaði hún hjá Landsbankanum og leiddi þar innleiðingu og rekstur færsluhirðingar. Áður starfaði hún hjá Borgun og sinnti þar fjölbreyttum hlutverkum, síðast sem framkvæmdastjóri viðskiptavers, en hún starfaði einnig sem verkefnastjóri á upplýsingatæknisviði Borgunar. Lilja er með meistarapróf í fjármálum, M.fin frá HÍ, með áherslu á hagfræði ásamt BS gráðu í stærðfræði með áherslu á fjármál einnig frá HÍ.

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka:
Það er mikill ávinningur og styrkur fyrir Kviku að fá Lilju til þess að leiða nýtt dótturfélag sem mun auka samkeppni á sviði greiðslumiðlunar. Víðtæk reynsla hennar mun koma koma sér vel og við erum stolt af því að fá jafn öfluga manneskju til þess að leiða félagið. Býð ég hana velkomna til starfa."

Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri:
Það er virkilega skemmtilegt að hefja störf hjá nýstofnuðu dótturfélagi Kviku á þessum spennandi tímum. Framundan eru stór og krefjandi verkefni þar sem þekking mín og reynsla munu nýtast vel. Ég hlakka mikið til að takast á við þessi verkefni með öllu því frábæra fólki sem starfar hjá bankanum.”

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16