Fréttir /

Ár uppbyggingar að baki. Sterkur grunnur til framtíðar 🚀

30.12.2025

Við lok árs er gott að staldra aðeins við, líta yfir vegferðina og horfa fram á veginn.

Síðasta ár hjá Straumi var á margan hátt áminning um hvers vegna það er svo gaman að starfa í greiðslumiðlun. Tæknin skiptir máli. Hraðinn líka. En að lokum er það fólkið sem ræður úrslitum.

Á árinu kláruðum við stærsta verkefni í sögu Straums hingað til. Við fluttum lausnir allra okkar söluaðila yfir á einn sameiginlegan grunn og byggðum allar greiðslulausnir Straums á heimsklassa tækni frá Adyen. Umbreytingunni lauk fyrir 1. nóvember og með henni hófst nýr kafli. Nú byggjum við okkar eigin lausnir á sterkum og stöðugum innviðum.

Þetta var stórt skref. Flókið. Krefjandi. En mikilvægt.

Það sem stendur þó sterkast eftir eru söluaðilarnir okkar og samstarfsaðilar. Við viljum þakka fyrir frábært samstarf á árinu. Svona umbreyting tekst ekki nema með gagnkvæmu trausti og skýrri samvinnu.

Eftir að þessum stóra áfanga var náð var sérstaklega ánægjulegt að nýta nýju innviði Straums til að hafa jákvæð áhrif. Í samstarfi við Adyen tókum við þátt í góðgerðarverkefnum þar sem framlög í gegnum posa Straums runnu annars vegar til UN Women á Íslandi og hins vegar til UNICEF á Íslandi. Í báðum tilvikum tvöfölduðum við hvert framlag.

Síðasta ár var ár uppbyggingar og tímamóta.
Næsta ár verður ár þar sem við nýtum grunninn sem við höfum lagt.

2026 verður ár uppskerunnar.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16