Leiðbeiningar og reglur

Sér­­stakar leið­­­bein­ingar korta­­­félag­anna um hótel og gististaði

Hér fyrir neðan er að finna leiðbeiningar fyrir hótel og gististaði um verklag og heimildir til að skuldfæra kort eftir að gistingu lýkur út frá reglum kortafélaganna. Ef ósamræmis gætir ganga reglur kortafélaganna framar leiðbeiningum þessum. Rétt er að vekja athygli á því að leiðbeiningar þessar eru ekki tæmandi.  

Við móttöku og staðfestingu bókunar þarf seljandi að: 
 • Birta bókunar- og afbókunarskilmála í bókunarferlinu
 • Senda skriflega bókunarstaðfestingu í tölvupósti til korthafa með viðeigandi skilmálum og bókunarnúmeri innan 24 tíma frá bókun
 • Gefa korthafa 24 tíma frá staðfestingu bókunar til að afbóka án kostnaðar
 • Halda gistirými fráteknu í 24 tíma frá áætlaðri komu ef afbókun hefur ekki borist
 • Ef korthafi mætir innan 24 tíma frá áætlaðri komu og söluaðili hefur ekki haldið gistirými fráteknu, þá ber söluaðila að útvega korthafa sambærilegra þjónustu eða betri gegn auka gjaldi
 • Afhenda korthafa afbókunarnúmer ef afbókun berst frá korthafa (innan afbókunarfrests) og staðfestingarpóst fyrir afbókun

Ef að bókað er allt að 72 tímum fyrir áætlaða komu skal afbókunarfrestur vera til kl. 18:00 á áætluðum komudegi.  

Skuldfærsla eftir að gistingu lýkur: 
 • Ef seljandi þarf að rukka korthafa vegna aukagjalda eða kostnað eftir að gistingu lýkur þá verður sú skuldfærsla að tengjast veittri þjónustu söluaðila til korthafa
 • Seljandi þarf að veita korthafa kvittun eða reikning vegna aukagjalda ásamt útskýringu
 • Rukka þarf aukagjöld innan 90 daga fá lokadegi gistingar
 • Aðeins má rukka „no-show“ gjald ef korthafi hefur ekki afbókað innan samþykkts afbókunartíma samkvæmt skilmálum og ekki nýtt þjónustuna 
 • „No-Show“ gjald má aðeins vera andvirði einnar nætur. Á kvittun þarf að koma fram að um „No-Show“ gjald sé að ræða 
 • „Non-refundable“ gjald má skuldfæra af korti korthafa vegna allra gistinótta ef söluaðili hefur tryggt að skilmálar þess efnis hafi komið fram með óyggjandi hætti í bókunarferlinu


Reglur Visa: 

 • Innan 10 virkra daga frá brottför eða „check-out“ og áður en færsla er skuldfærð á kortið verður seljandi að senda korthafa gögn sem innihalda: 
 • Útskýring á rukkun og tengingu korthafa við viðkomandi færslu 
 • Afrit af tjónamati/viðgerðareikningi/lögregluskýrslu
 • Útskýringu á hlut trygginga á tjóni og hlut korthafa
 • Útskýringu á því að korthafi geti greitt með öðrum hætti en með kortinu og þá með hvaða hætti 
 • Korthafi getur innan 10 virkra daga frá tilkynningu um tjón látið gera annað tjónamat á skemmdum og viðgerðakostnaði án aukakostnaðar fyrir seljenda
 • Söluaðili má skuldfæra færslu á kortið 20 virkum dögum eftir tilkynningu til korthafa um tjónakostnað að því gefnu að það sé innan 90 daga frá lokadegi gistingar
 • Ef samkomulag næst ekki á milli korthafa og söluaðila um greiðslu tjónakostnaðar og seljandi framkvæmir færslu á kort, þá getur korthafi mótmælt færslunni í endurkröfu
 • Ekki má taka heimild fyrir fram við komu korthafa fyrir mögulegum kostnaði vegna tjóns/þjófnaðar/aukaþjónustu

Reglur Mastercard og Amex: 

 • Söluaðili þarf að tilkynna korthafa um fyrirhugaða skuldfærslu á kort vegna þjófnaðar eða skemmdar ásamt tjónamati 
 • Færslukvittun þarf að innihalda yfirlýsingu þess efnis ef að raun viðgerðakostnaður reynist lægri þá fái korthafi endurgreiðslu á mismuni á tjónamati og viðgerðareikningi
 • Skuldfærsla á kort vegna tjóns/þjófnaðar eða aukagjalda þarf að vera aðskilin skuldfærslu vegna gistingar
 • Ekki má taka heimild fyrir fram við komu korthafa fyrir mögulegum kostnaði vegna tjóns/þjófnaðar eða auka kostnaði
 • Korthafi þarf að heimila að færslan sé skráð á kortið eftir að hafa verið tilkynnt um upphæð og ástæðu skuldfærslu
 • Skuldfærslan þarf að vera framkvæmd á eftirfarandi hátt: 
  - Ef kortið er á staðnum þá þarf það að vera lesið rafrænt (með örgjörva) og korthafi þarf að staðfesta færsluna með undirskrift eða PIN númeri.  
  - Ef korthafi er ekki á staðnum þá þarf að fá fullt auðkenni korthafa til samþykkis (3D secure).
 • Færslukvittunin verður að innihalda yfirlýsingu þess efnis að áætluð upphæð sem rukkuð er vegna viðgerða muni verða aðlöguð að viðgerðum loknum og endanlegur reikningur fyrir viðgerð liggur fyrir

Birt apríl 2023 

Straumur greiðslumiðlun hf.  


Here you can find instructions for hotels and other accommodation providers in english.

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver Straums er opið alla virka daga 9 – 16